Month: July 2013

  • Strandveiðar – þakkir til þjóðarinnar

    Strandveiðar voru einn af dagskrárliðum stjórnar LS sem fjallað var um á fundi hennar nýverið.   Etirfarandi ályktun var samþykkt: „Fundur í stjórn Landssambands smábátaeigenda haldinn á Raufarhöfn 17. júlí 2013 þakkar velvild þjóðarinnar í garð strandveiða.  Strandveiðar hafa á aðeins örfáum árum sannað gildi sitt fyrir auðugra mannlífi í hinum dreifðu byggðum samhliða því…

  • Standveiðar 1. ágúst?

    Jafnt strandveiðimenn og fiskkaupendur hafa sett sig í samband við skrifstofu LS og hvatt til að félagið beiti sér fyrir því að nk. fimmtudagur 1. ágúst verði ekki nýttur til strandveiða.  Þeir benda á að fiskvinnslur séu almennt lokaðar þennan dag og því muni fáir verða til að bjóða í fiskinn.  Líklegt sé þá að…

  • Sérstakt veiðigjald – endurnýja þarf umsóknir

    Samkvæmt 10. gr. reglugerðar 838/2012 þarf að sækja um lækkun á sérstöku veiðigjaldi fyrir hvert fiskveiðiár.  Þeir sem fengu lækkun á yfirstandandi fiskveiðiári halda sínum rétti en verða að fylla út umsóknarblað fyrir fiskveiðiárið 2013/2014.     Hér er aðeins um útfyllingu:  Umsoknareydublad-vegna-laekkunar-a-serstoku-veidigjaldi-2013-2014.xlsx  að ræða sem ber að skila gegnum Ugga, þjónustugátt Fiskistofu á tímabilinu…

  • Engin jól í makrílnum enn

    Eins og fram hefur komið í fréttum hafa fjölmargir smábátaeigendur útbúið báta sína til makrílveiða,  með ærnum tilkostnaði.  Kostaðartölur hlaupa á talsverðu bili, en ekki er óalgengt að heyra nefnt 4-5 milljónir og ef asdik er sett að auki, 8-9 milljónir.  Nú, þegar þrjár vikur eru liðnar af makrílvertíðinni eru margir þeirra enn með lítinn…

  • Byggðakvóti fyrir dagróðrabáta

    Á fundi stjórnar LS 17. júlí sl. var töluverð umræða um byggðakvóta.   Í nýsamþykktum breytingum á lögum um stjórn fiskveiða var ákveðið að framlengja ákvæði til bráðabirgða um 2.500 tonn af þorski og 500 tonn af ufsa til viðbótar lögfestum byggðakvóta.  Ákvæðið gildir í eitt ár.   Auk þessa var bætt inn ákvæði í…

  • Myntkörfulán – stjórnvöld grípi inn í

    Árlegur sumarfundur stjórnar LS var haldinn á Raufarhöfn 17. og 18. júlí sl.  Á næstu dögum verður greint frá því helsta sem fjallað var um á fundinum. Ályktun stjórnar LS um leiðréttingu myntkörfulána   Fundur í stjórn Landssambands smábátaeigenda haldinn á Raufarhöfn 17. júli 2013 lýsir áhyggjum sínum yfir miklum seinagangi við vaxtaleiðréttingu ólöglegra gengistryggða…

  • Aflaregla býður ekki upp á sveigjanleika í ákvörðunartöku

    Hinn 18. júlí sl. birtist í Fiskifréttum eftirfarandi grein eftir Örn Pálsson.   Aflaregla býður ekki upp á sveigjanleika í ákvörðunartöku. Endurskoða þarf nýtingastefnu fyrir þorsk Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra, ákvað 5. júlí síðastliðinn heildarafla á fiskveiðiárinu 2013/2014. Ráðherrann tók þá ákvörðun að fylgja í einu og öllu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Varðandi…

  • B svæði lokast

    B svæði lokaðist sl. fimmtudag.  Aflinn fór nokkrum tonnum framyfir það sem var ætlað og dregst því umframveiðin frá viðmiðun í ágúst. Sjá nýjustu uppfærslu Staða strandveiða í júlí eftir 12 veiðidaga.pdf

  • Strandveiðar – A svæðið lokað og B langt komið

    Alls hafa 655 bátar hafið strandveiðar í ár sem er 100 bátum færra en á sama tíma í fyrra.  Líklegt er að mikill áhugi fyrir makrílveiðum spili inn í fækkunina. Strandveiðum í júlí á svæði A lauk sl. fimmtudag, þann 11. og eftir 10 veiðidaga er búið að veiða 81% á svæði B. Sjá nánar…

  • Kveðja til Hafró – og óskir um skýringar

    Hinn 20 júní s.l. birtist í Fiskifréttum grein eftir formann LS, Arthur Bogason, í tilefni af ráðgjöf Hafró fyrir næsta fiskveiðiár. Fyrirsögnin var „Fjallræða fiskifræðinganna.  Í lok greinarinnar óskar hann eftir útskýringum frá stofnuninni varðandi rannsóknaraðferðina við stofnmælingar og sérstaklega vísað þar til grálúðunnar. Engin svör hafa borist enn. Greinin í heild sinni: „Í ágúst…