Ráðgjöf Hafró undir viðmiðun aflareglu - Landssamband smábátaeigenda

Ráðgjöf Hafró undir viðmiðun aflaregluÍ kjölfar kynningu LS á fundi með sjávarútvegsráðherra, sem greint hefur verið hér frá, sendi félagið ráðherra ítarlega greinargerð til áréttingar á tillögum sínum um hámarksafla á næsta fiskveiðiári.

Meðal þess sem þar kemur fram er tafla sem sýnir lokatölur yfir þorskveiði síðustu 6 almanaksára og spá um afla yfirstandandi árs.  Meðal þess sem taflan sýnir er að fari ráðherra eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um 215 þús. tonn er það ávísun á aðeins 18% veiðihlutfall, en aflaregla segir til um 20%.   Þá kemur einnig fram að veiðihlutfall 2012 var 19% og 2011 18%. 
  
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...