Helmings lækkun á útflutningsverðmæti grásleppuhrogna - Landssamband smábátaeigenda

Helmings lækkun á útflutningsverðmæti grásleppuhrogna
Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars á fyrri helmingi ársins er aðeins 44% af því sem það var á sama tíma í fyrra.  Verðmætið nú var samanlagt 518 milljónir, þar af tveir þriðju söltuð hrogn.

Samdrátturinn kemur bæði fram í magni og lægra verði.  Mest er verðlækkunin í söltuðum hrognunum 43% og útflutt magn af kavíar minnkar um 40% á milli ára.
Algengt fob-verð fyrir tunnu af grásleppuhrognum nú var 90 þús. á móti 184 þús. í fyrra.  

Hér er um mikið áhyggjuefni að ræða, þar sem hjá mörgum smábátaútgerðum eru tekjur af grásleppuveiðum meginhluti innkomunnar.  Ástæður þessara miklu sveiflna í verði og magni má rekja til of mikils framboðs.  Markaðurinn er viðkvæmur og hefur ekki vaxið í takt við aukna heildarveiði.

Ljósið í myrkrinu fyrir grásleppukarla er að markaður fyrir grásleppuna er góður og hefur verð á þeim markaði hækkað milli ára.  

Heildarútflutningsverðmæði saltaðra grásleppuhrogna og kavíars á síðasta ári voru 2,3 milljarðar. 


Grásleppa.pngTölur unnar upp úr efni frá Hagstofu Íslands
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...