Aflahlutdeild í ýsu nægir ekki - Landssamband smábátaeigenda

Aflahlutdeild í ýsu nægir ekkiVið kvótasetningu aukategunda hjá krókaaflamarksbátum 2001 var niðurstaðan sú að í þeirra hlut kæmu 15% af heildarveiðiheimildum í ýsu.  Hart var tekist á um kvótasetninguna sjálfa og hlutdeild krókaaflamarksbáta. Í ýsunni krafðist LS þess að fá meira í sinn hlut.  


Reynslan hefur sýnt að full innistaða var fyrir kröfu LS.  Ýsa hefur verið langtum hærra hlutfall af afla krókabáta en búist var við og veiðin þúsundir tonna umfram það aflamark sem kom út úr hlutdeildinni.  


LS hefur margsinnis vakið athygli á þessum þætti og m.a. bent á að hægt væri að bregðast við með ívilnun á línuveiðar dagróðrabáta á grunnslóð.  Þá er einnig vert að benda á að viðvarandi aflareynsla hefur myndast hjá krókaaflamarksbátum sem réttlætir að aflahlutdeild þeirra verði hækkuð til samræmis við veiðar þeirra undanfarin ár. 


Í síðasta blaði Fiskifrétta frá 12. september sl. er gerð úttekt á ýsuveiðum krókaaflamarksbáta sl. 8 fiskveiðiár. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...