Sigurjón nýr formaður Snæfells - Landssamband smábátaeigenda

Sigurjón nýr formaður SnæfellsAðalfundur Snæfells var haldinn sunnudaginn 15. september.  Mikil eindrægni og samheldni ríkti meðal félagsmanna sem sýndi sig best í góðri fundarsókn.
Sigurjón H.jpg

Fyrir fundinum lágu fjölmargar tillögur um hin ýmsu málefni smábátaeigenda.  Umræða um þær voru miklar og stóð fundurinn í alls 6 klukkustundir.  

Á fundinum tilkynnti formaður félagsins til síðustu 7 ára Alexander Kristinsson að hann gæfi ekki kost á sér áfram.  Nýr formaður Snæfells var kosinn með lófaklappi á fundinum - Sigurjón Hilmarsson Ólafsvík.

Í ávarpi formanns í lok fundar þakkaði hann Alexander fyrir vel unnið og óeigingjarnt starf í þágu smábátaútgerðarinnar.  Fundarmenn tóku undir þau orð með dynjandi lófaklappi.   
                                                      
                                                       
Ný stjórn Snæfells er skipuð eftirtöldum aðilum:
Aðalmenn:
Sigurjón Hilmarsson formaður  Ólafsvík      
Guðlaugur Gunnarsson Ólafsvík
Kristinn Ólafsson Grundarfjörður
Valentínus Guðnason Stykkishólmi
Örvar Marteinsson Ólafsvík

Varamenn
Alexander Kristinsson  Rifi
Ásmundur Sigurður Guðmundsson Stykkishólmi
Heiðar Magnússon Ólafsvík
Hjörleifur Guðmundsson Ólafsvík
Þorgrímur Kolbeinsson Grundarfirði

Á fundinum var rætt um þá ákvörðun nokkurra félagsmanna að segja sig úr Snæfelli.  Fundarmenn voru á einu máli um að styrkur smábátaútgerðarinnar lægi í að allir smábátaeigendur væru innan Landssambands smábátaeigenda.  Samþykkt var að fela nýkjörinni stjórn Snæfells að vinna að því að ræða við félaga sína sem sagt hafa sig úr LS og Snæfelli og bjóða þá velkomna aftur.


Nánar verður sagt frá fundinum síðar.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...