Dragnótina burt úr fjörunum - Landssamband smábátaeigenda

Dragnótina burt úr fjörunum
Aðalfundur Farsæls - félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjum var haldinn 2. október sl.   Að sögn Jóels Andersens formanns félagsins var fundarsókn mjög góð - 80% félagsmanna mættu.

Á fundinum var snörp umræða um makrílveiðar og voru fundarmenn á einu máli um að nauðsynlegt hefði verið að heimila færaveiðar smábáta þar til makríllinn væri genginn af veiðislóð þeirra.  Mikill makríll væri t.d. í kringum eyjar og nauðsynlegt að sjá hvaða stefnu hann tæki og hvað hann væri að éta.
Samþykkt var að leita eftir samstöðu um að veiðitímabil smábáta á makríl á næsta ári verði 11. júlí til 1. desember.


Blíða.jpg
Smábátaeigendur í Farsæli lögðu og til að suðurströndin innan 3ja sjómílna yrði friðuð fyrir snurvoð.  Svo stórtækt og umdeilt veiðarfæri ætti ekki sjást þar sem lífríkið er svo viðkvæmt sem raun ber vitni.


Með aðalfundi Farsæls er lokið aðalfundum svæðisfélaga LS á þessu ári.  Öll félögin 15 hafa rætt sín mál og skilað af sér tillögum til aðalfundar LS.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...