Pétur lætur af formennsku í Kletti - Landssamband smábátaeigenda

Pétur lætur af formennsku í Kletti
Aðalfundur Kletts var haldinn á Akureyri 29. september sl.   Fundurinn var vel sóttur og ríkti góður andi meðal fundarmanna.   Alls afgreiddi fundurinn 17 tillögur til aðalfundar LS sem haldinn verður 17. og 18. október nk.


Meðal málefna sem fundurinn fjallaði um voru:

 • Grásleppumál - aðferðafræði Hafró við stofnstærðarmælingar, veiðitími, hagræðing
 • Aukning á ýsu- og þorskkvóta
 • Úthlutun í þorskígildum
 • Línuívilnun - gildi fyrir dagróðrabáta - hámarksafli til línuívilnunar 4 tonn
 • Strandveiðar - fylgja eftir tillögum strandveiðinefndar
 • Makrílveiðar - gefa krókaveiðar frjálsar
 • Innra starf LS - nefndir og félagsgjald
 • VS-afli - eitt tímabil
 • Sjómannaafsláttur 
 • Reglugerðalokanir - gildi að hámarki í 3 ár
 • Byggðakvóti - samningsskylda verði felld út

Pétur.jpg
Á fundinum bar það til tíðinda að Pétur Sigurðsson Árskógssandi formaður Kletts frá 2002 óskaði ekki eftir endurkjöri.  Jafnframt formennsku í Kletti hefur Pétur verið í stjórn LS þar af sem varaformaður 2007 - 2012.  Innan landssambandsins hefur Pétur sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, þar á meðal er formennska í launa-, stærðarmarka- og samninganefndum félagsins.

Fundarmenn þökkuðu Pétri velunnin störf í þágu Kletts og smábátaútgerðarinnar með því að rísa á fætur og klappa fyrir honum.


Nýr formaður Kletts er Óttar Ingvason á Akureyri

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...