Rannsóknaaðferðir og ráðgjöf Hafró í brennidepli - Landssamband smábátaeigenda

Rannsóknaaðferðir og ráðgjöf Hafró í brennidepli
Aðalfundur Skalla var haldinn á Sauðárkróki 30. september sl.  Margt var um manninn í Framsóknarhúsinu sem hefur verið fundarstaður þeirra Skallamanna í áratugi.

Fundurinn hófst með því að formaður Skalla, Sverrir Sveinsson, flutti félagsmönnum ítarlega skýrslu um starfsemina á liðnu ári.   Einkum staldraði hann við baráttu félagsins til að fá óréttlátri lokun hólfs á Fljótagrunni aflétt.

Skalli kostaði m.a. til mælingar á stærð þorsks sem veiddur var á handfæri þar og sýndu þær að í hluta hólfsins var hann yfir viðmiðunarmörkum.  Á grundvelli umsagnar frá Hafró til Atvinnuvegaráðuneytisins ákvað ráðuneytið hins vegar hafna beiðni Skalla, vitnaði til Hafró sem taldi að frekari mælinga væri þörf.

Heitar umræður voru á fundinum um rannsóknaaðferðir og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.   Einkum þær sem lúta að grásleppu, þó engin afsláttur hafi verið gefin í umræðunni af því sem snýr að bolfisknum.  Taldi fundurinn einsýnt að trúverðugleiki stofnunarinnar hefði beðið hnekki á undanförnum árum og full þörf væri að gera skoðanakönnun um það efni.


Sverrir Sveinsson var endurkjörinn formaður Skalla.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...