Rússnesk rúlletta á Breiðafirði - Landssamband smábátaeigenda

Rússnesk rúlletta á BreiðafirðiGríðarlegt álag er á síldarskipstjórum sem nú eru við veiðar á Breiðafirði.  Síldin virðist halda sig á stöðum sem nánast er ekki hægt að kasta nótinni.  Það veldur því að tekin er mikil áhætta við veiðarnar.  Kastað stutt frá landi og á þröngum svæðum þar sem erfitt er að athafna sig ef eitthvað óvænt kemur upp á. 


Að sögn Símonar Sturlusonar sem gjörþekkir þetta svæði er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af veiðunum.  Skipin freistast til að krækja í síldina á mjög grunnu vatni og eiga þá á hættu að rífa nótina eða hreinlega stranda.  Ekki þarf að fara mörgum orðum um það tjón og umhverfisslys sem gæti hlotist af slíku. 


„Menn velta því nú fyrir sér í alvöru hvort ekki sé ástæða til að banna siglingu og veiðar stórra skipa á þeim stöðum sem varasamastir eru til að minnka áhættu á umhverfisslysi hér á Breiðafirði“, sagði Símon.


Ásgrímur Halldórsson.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...