Viðmiðunarverð skekkir samkeppnisstöðu - Landssamband smábátaeigenda

Viðmiðunarverð skekkir samkeppnisstöðu
Aðalfundur smábátafélagsins Reykjanes var haldinn í Grindavík 28. september sl.  Ágæt mæting var á fundinn og fór hann að venju vel fram.


Fjöldi málefna bar á góma og spunnust líflegar umræður á fundinum.  Meðal þeirra var um viðmiðunarverð Verðlagsstofu sem fundarmenn telja ekki í neinu samræmi við verð á mörkuðum, sem leiðir til þess að samkeppnisstaða útgerða skekkist.  


Hjá félagsmönnum í Reykjanesi er ýsan ekki minna vandamál en annars staðar við landið.   Fundurinn samþykkti að skora á ráðherra að auka við ýsukvótann.


Ufsi var einnig ræddur.  Þar vilja Reyknesingar að heimilað verði að skipta á honum og öðrum tegundum í aflamarki.
Þorlákur.jpgHalldór Ármannsson, sem gefið hefur kost á sér sem formaður LS, tilkynnti félögum sínum að hann gæfi ekki kost á sér áfram sem formaður Reykjanes.
Fundurinn þakkaði Halldóri fyrir vel unnin störf hjá félaginu og óskaði honum velfarnaðar.    Nýr formaður Reykjanes var kosinn með lófaklappi Þorlákur Halldórsson Grindavík.Þorlákur Halldórsson formaður Reykjanes
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...