Búnir að veiða 310 tonn - Landssamband smábátaeigenda

Búnir að veiða 310 tonn
Síldveiðar smábáta á Breiðafirði hafa gengið vel á undanförnum dögum.  Aflinn var í dag kominn í 310 tonn hjá þeim 26 bátum sem byrjaðir eru.  


Andri SH 450 hefur landað mestum afla 24 tonnum, en hann á nú aðeins eftir að veiða 4 tonn af því sem hann fékk úthlutað, sem næst væntanlega að mestu í einni veiðiferð.  Svipuð staða er uppi hjá flestum þeirra báta sem nú eru á veiðum þeir stöðvast á næstu dögum.


Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fer nú yfir stöðu veiðanna og vænta trillukarlar þess að hann auki við kvótann, enda aðeins búið að úthluta 498 tonnum.  Auk þess bættust við 45 tonn frá síðasta ári.  Samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga um stjórn fiskveiða hefur ráðherra til ráðstöfunar, til sérstakrar úthlutunar, 2.000 lestir af íslenskri sumargotssíld.


Alls hafa 42 bátar fengið úthlutað síldarkvóta frá Fiskistofu sem þeir greiða fyrir 13 kr / kg.  


Hér má sjá skrá.pdf yfir þá smábáta sem fengið hafa úthlutun samkvæmt bráðabirgðaákvæðinu.  Myndin sem fylgir þessari frétt er tekin í dag frá Ögri og sýnir Beiti og Börk að veiðum á Hofstaðavogi. 

Börkur og Beitir Hofstaðavogi 014.jpg


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...