Framhald síldveiða innan brúar - Landssamband smábátaeigenda

Framhald síldveiða innan brúar
Misskilnings hefur gætt varðandi reglugerð sem gefin var út um síldveiðar innan brúar í Kolgrafafirði. Frá og með nk. miðvikudegi tekur við sams konar veiðifyrirkomulag og gilt hefur á Breiðafirði. Sækja þarf um leyfi til Fiskistofu sem úthlutar þá til kvóta til veiðanna.


Hér með eru þeir útgerðaraðilar sem hyggjast halda áfram veiðum eða hefja veiðar innan brúar eftir nk. þriðjudag hvattir til að snúa sér til Fiskistofu strax í fyrramálið og sækja um leyfi og aflamagn þannig að ekki verði óþarfa rof á veiðunum.   

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...