Gripið til örþrifaráða - Landssamband smábátaeigenda

Gripið til örþrifaráða
Ákveðið hefur verið að nota sprengiefni við að fæla síldina út úr Kolgrafafirði.  Landhelgisgæslan mun sjá um framkvæmdina að beiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.  Aðgerðin verður í dag 28. nóvember.  Gefin hefur verið út reglugerð sem bannar alla umferð og veiði skipa innan brúa til miðnættis.  Ennfemur er öll veiði bönnuð utan brúar í Kolgrafa- og Utrhvalafirði á sama tímabili. 


Nokkuð hefur verið um að félagsmenn hafa haft samband við LS og lýst yfir efasemdum með fyrirhugaða aðferð.  Finnst hún bera vott um örvæntingu varðandi viðfangsefninu, verið væri að grípa til örþrifaráða þar sem ekkert lægi fyrir um hvaða áhrif aðgerðin hefði á afdrif síldarinnar.  Þá bentu sömu aðilar á að ekki væru nema tveir dagar liðnir frá því að fréttir birtust um að mælingar sýndu að súrefnismettun væri góð í firðinum og gæfu ekki tilefni til ótta um að dauði síldar væri yfirvofandi á næstu dögum.Svæði sem veiðar eru bannaðar til miðnættis


Screen Shot 2013-11-28 at 01.46.21.png
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...