Síldveiðar í Kolgrafafirði - Landssamband smábátaeigenda

Síldveiðar í Kolgrafafirði
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að heimila smábátum síldveiðar innan brúar í Kolgrafarfirði næstu 4 daga eða til og með nk. þriðjudeginum 26. nóvember.

Öllum bátum sem veiðileyfi hafa með aflamarki er heimilt að stunda veiðarnar sem eru ekki háðar úthlutun og skerða því ekki ónýttar heimildir sem úthlutað hefur verið á viðkomandi bát.   Gjald fyrir aflaheimildir verður innheimt eftir á kr. 13 kr á hvert kíló.

Að sögn heimamanna er áhugi fyrir því að nýta sér heimildina, en greinilegt er að menn ætla ekki að fara sér að neinu óðslega þar sem mikil áhætta er tekin með því að sigla undir brúna.

Í reglugerð sem gefin hefur verið út vegna þessa verður heimilt að veiða allt að 1.300 tonn fyrir innan brú.  Í reglugerðinni koma inn viðbótarákvæði við gildandi reglugerð sem heimilar smábátum að veiða 700 tonn af síld í Breiðafirði án skilyrða hvar þau eru veidd.  Ráðherra hefur með reglugerðinni fullnýtt heimild sem hann hefur til þessara veiða sbr. bráðabirgðaákvæði VIII í lögum um stjórn fiskveiða.


    


 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...