Skorað á sjávarútvegsráðherra - Landssamband smábátaeigenda

Skorað á sjávarútvegsráðherra
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra bréf þar sem skorað er á hann að auka verulega við síldarkvóta til netaveiðia á Breiðafirði.  


Í bréfinu er rakin þróun á síldarkvóta til smábáta á Breiðafirði.  Fyrir tveimur árum hafi hann verið 350 tonn, í fyrra 900 tonn, en nú aðeins búið að úthluta 500 tonnum.  Bent er á að það magn sé einungis einn hundraðasti af því sem talið er að hafi drepist í Kolgrafarfirði á síðustu vertíð.


Þá bendir bæjarráð Stykkishólmsbæjar á að veiðarnar séu umhverfisvænar og koma sjómenn með gæða hráefni til vinnslu. „Aflinn er unninn mjörg ferskur og útgerðarmenn borga 13 krónur til ríkisins af hverju kílói.  Reynslan sýnir að þegar fyrirkomulag veiða og vinnslu er með þessum hætti er verðmæta- og atvinnusköpunin eins og best verður á kosið“.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...