Varnarorð LS til ráðherra - Landssamband smábátaeigenda

Varnarorð LS til ráðherra
Í bréfi sem LS sendi ráðherra um kl 10 í morgun var þess farið á leit að hann heimilaði ekki frekari aðgerðir við smölun síldar en fram höfðu farið í gær 28. nóvember fyrr en búið væri að rannsaka hvaða áhrif höggbylgjur hefðu haft áhrif á síldina.   Þar sagði ennfremur að beðinin væri sett fram í því skyni að ekki verði rasað um ráð fram þar sem nú þegar væri ljóst að hægt væri að smala síldinni með höggbylgjum frá knýiefnum og súrefnisskortur gæti ekki leitt til dauða síldarinnar á næstu dögum.Um svipað leiti og erindi LS var sent hófst fundur í aðgerðarnefnd síldarverkefnisins.  LS kom áhyggjum sínum á framfæri um að aðgerðirnar kynnu að verða þess valdandi að síldin dræpist vegna áverka er hún yrði fyrir við sprengingarnar.   Sjónarmið félagsins voru rædd á fundinum.


Niðurstaða aðgerðarnefndarinnar var að áfram yrði haldið með verkefnið.  Aðgerðir hófust eftir hádegi og var sprengt kerfisbundið í þeim tilgangi að hrekja síldina undir brúna við Kolgrafafjörð og út á fjörðinn.  Rögnvaldur Ólafsson verkefnisstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra sagði viðtali við útvarpið eftirfarandi um aðgerðina:
„Þetta hefur gengið svona svipað og í gær. Þetta er verkefni sem ekki hefur verið reynt áður, að reyna að smala síldartorfu, þannig að þetta er dálítið nýtt verkefni sem menn eru að prófa og það er að gera sig bara eins og í gær, þetta er að hafa áhrif á síldina. Hún er að hreyfa sig til,“Eftir því sem LS kemst næst hefur ekki verið veidd síld eftir aðgerðina til að rannsaka hvort hún hafi beðið skaða af.
 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...