Veiðar á lúðu - Landssamband smábátaeigenda

Veiðar á lúðu
Gefin hefur verið út reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um veiðar á lúðu.  Breytingin varðar þá lúðu sem veiðist sem meðafli og er ekki lífvænleg, en við slíkar aðstæður er heimilt að koma með hana að landi.  Hún skal seld á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir og rennur  með breytingunni 20% af andvirði sölunnar til útgerðar og áhafnar, en afgangurinn til rannsókna að frádregnum kostnaði við uppboðið og hafnargjöldum.  


Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leitaði umsagnar LS við fyrirhugaða breytingu.  Þar ítrekaði félagið samþykkt aðalfundar um lúðuveiðar ásamt því að taka afstöðu gegn hugmyndum ANR um ráðstöfun aflaverðmætisins.   Einnig var minnt á afstöðu LS frá 2011 þegar ákvörðun um bann við notkun haukalóða.

Góður fengur.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...