Krókaaflamarksbátar hafa veitt 78% af ýsunni - Landssamband smábátaeigenda

Krókaaflamarksbátar hafa veitt 78% af ýsunni
Ekkert lát er á góðri ýsuveiði hjá krókaaflamarksbátum sem er ekki í neinu samræmi við veiðiheimildir.  Þrátt fyrir að flestir þeirra fari nánast aldrei í ýsuróður hafa þeir samt veitt 78% af því sem þeir fengu úthlutað fyrir allt fiskveiðiárið.  Ýsuafli þeirra er nú kominn í 4.276 tonn sem er 46% af því sem öll önnur skip hafa veitt.


Þannig að krókaaflamarksútgerðum takist að nýta veiðiheimildir sínar í þorski hafa þeir eins og undanfarin ár leigt ýsu úr aflamarkskerfinu. Þegar aðeins rúmur fjórðungur er liðinn af fiskveiðiárinu hafa 1000 tonn verið flutt til krókaaflamarksbáta frá aflamarksbátum.  Miðað við leigumarkaðasverð það sem af er fiskveiðiári er andvirði þessa heimilda 300 milljónir.  


Vaxandi þungi er í kröfu útgerða krókaaflamarksbáta að ráðherra auki nú þegar við ýsukvótann.  Eins og hér hefur komið fram mundi 6 - 7000 tonn skipta sköpum í þeim efnum.  
LS ræddi núverið málefnið mál við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og ítrekaði þar samþykktir aðalfundar.   Meðal þeirra var að krókaaflamarksútgerðum verði gert kleift að skipta á krókaaflamarki í ufsa fyrir aflamark í ýsu og að slík skipti yrðu gerð í gegnum skiptimarkað Fiskistofu. 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...