Ýsukvóti krókabáta að klárast - Landssamband smábátaeigenda

Ýsukvóti krókabáta að klárast
Innan við fjögurhundruð tonn eru eftir af úthlutuðum veiðiheimildum krókabáta í ýsu þegar aðeins þriðjungur er liðinn af fiskveiðiárinu.  Brýnna en nokkru sinni er að ráðherra komi að þeim vanda sem útgerðir smábáta eiga við að etja við veiðar á þorski vegna mikils meðafla í ýsu.


LS hefur margsinnis vakið máls á þessum vanda en ekki haft árangur sem erfiði.  Aðilar sem rætt hefur verið við segja að margar útgerðir íhugi nú alvarlega að binda bátana þegar 50% veiðiskyldu hefur verið náð og leigja þann hluta kvótans sem ekki nýtist í færslu yfir á næsta ár.  Þeir segja ekki grundvöll fyrir veiðunum þegar greiða þarf 300 kr fyrir hvert kíló af ýsu í kvótaleigu.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...