Grásleppa - óvissa á mörkuðum - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppa - óvissa á mörkuðum
Grásleppunefnd LS hélt sinn árlega fund fyrr í dag.   Fjölmörg málefni lágu fyrir nefndinni.  Meðal þeirra voru ákvæði reglugerðar um fjölda neta.  Nefndin ákvað að leggja til við sjávarútvegsráðuneytið að miðað verði við heildarlengd neta sem bundin verði við hvert grásleppuleyfi.

Markaðsmál voru mikið rædd.  Nefndin lýsti vonbrigðum sínum yfir mikilli veiði Grænlendinga á síðustu vertíð.  Ákveðið var að ekki væri tímabært að gera tillögu til ráðherra um fjölda veiðidaga á komandi vertíð vegna verulegrar óvissu um stöðu markaðarins.
Á næstu dögum verður farið yfir markaðinn og í kjölfarið staðan metin.

Á vertíðinni 2013 skilaði veiðin 8.600 tunnum og í upphafi vertíðarinnar þá voru óseldar 3.000 tunnur.  Fjöldi veiðidaga í fyrra voru 32.


Morgunblaðið fjallaði um grásleppumálin sl. mánudag - sjá:

Morgunbl 10.2.2014.jpg
Morgunbl 10.2.2014  II.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...