Heildarlengd grásleppuneta 7,5 km - Landssamband smábátaeigenda

Heildarlengd grásleppuneta 7,5 km
Í lok janúar gaf Atvinnuvegaráðuneytið út reglugerð um hrognkelsaveiðar 2014.  Nokkurrar óánægju gætti hjá grásleppukörlum um gjörbreytt fyrirkomulag á reglum um net.


Landssamband smábátaeigenda hóf í kjölfarið viðræður við ráðuneytið um breytingar, þar sem lögð var áhersla að reglan mundi aðeins snúa að heildarlengd.


Í dag 21. febrúar var reglugerðinni breytt.  Skylt verður að tilgreina fjölda neta og teinalengd nets þegar sótt er um leyfið.   Miðað verður við heildarlengd grásleppuneta:  „Að hámarki er hverjum bát heimilt að hafa samanlagða teinalengd neta allt að 7500 metra á vertíð.  Netalengd miðast við teinalengd.  Hverjum bát er einungis heimilt að nota net sömu teinalengdar á hverri grásleppuvertíð.“
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...