Ráðgjöf í ýsu verði endurskoðuð - Landssamband smábátaeigenda

Ráðgjöf í ýsu verði endurskoðuð
Fyrr í dag sendi Landssamband smábátaeigenda bréf til sjávarútvegsráðherra vegna þeirra vandræða sem skapast hafa á grunnslóð við þorskveiðar vegna mikillar ýsu sem meðafla. 
 

Í bréfinu fer LS fram á við ráðherra að hann kalli nú þegar eftir nýrri aflaráðgjöf á ýsu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.  Við endurskoðun ráðgjafar taki Hafrannsóknastofnun tillit til niðurstaðna úr haustralli og frétta frá sjómönnum að ýsugengd sé nú meiri en í fyrra. Sjá nánar:


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...