Ráðstefna um smábátaveiðar í N-Atlantshafi - Landssamband smábátaeigenda

Ráðstefna um smábátaveiðar í N-Atlantshafi
Ráðstefna um smábátaveiðar í Norður-Atlantshafi verður haldin í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík dagana 25. - 26. mars nk.


Á ráðstefnunni munu aðilar tengdir smábátageiranum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og Nýfundnalandi fara yfir stöðu smábátaútgerða í hverju þessara landa, ásamt því sem samanburður verður gerður á rekstrarumhverfi þeirra.

Coastal_fisheries_logo.jpg

Smábátaveiðar og sjávarbyggðir víða í Norður Atlantshafi standa höllum fæti um þessar mundir. Erfið rekstrarskilyrði, lítil nýliðun, hár stofnkostnaður, mikil samkeppni frá öðrum atvinnugeirum og útgerðaflokkum, ásamt neikvæðri byggðaþróun eru meðal þeirra atriða sem gera þessum útgerðarflokki erfitt um vik. Það eru engu að síður einnig margir innan þessa geira að gera mjög góða hluti, þar sem menn hafa náð að aðlagast nýjum rekstrarskilyrðum og komið auga á ný tækifæri.


Allt þetta og meira til verður undir á ráðstefnunni í Matís 25. og 26. mars nk.   Ráðstefnan er opin öllum og er aðgangur ókeypis.  
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...