Sæljón ályktar um makríl - meðhöndlaður sem einstaklingur - Landssamband smábátaeigenda

Sæljón ályktar um makríl - meðhöndlaður sem einstaklingur

Á fundi í Sæljóni á Akranesi 7. mars 2014 voru miklar umræður um makrílveiðar, sem lauk með samþykkt ályktunar.  Þar krefst félagið þess að LS komi því á framfæri við sjávarútvegsráðherra að makrílveiðar með handfærum verði frjálsar við Ísland 2014.  Heildarveiði smábáta með handfærum verði a.m.k. 12% af heildarafla makríls á Íslandsmiðum.


Í röksemdum sem fylgja ályktuninni segir m.a.:

Færaveiðar eru umhverfisvænar, bæði m.t.t. annarra nytjastofna og mengunar.


Færaveiddur makríll er almennt mun betra hráefni en makríll veiddur í troll, enda er fiskurinn meðhöndlaður sem einstaklingur allt frá veiðum til endanlegrar vinnslu.


Mun hærra verð hefur fengist fyrir færaveiddan makríl en annan makríl, enda hafi menn ástundað metnaðarfulla aflameðferð allt frá veiðum til loka vinnslu.


Færaveiddur makríll er veiddur á grunnslóð, þar sem stofninn veldur mestum usla í afkomu hrogna og ungviðis annarra nytjastofna.


Með aukinni áherslu á færaveiðar á makríl er skotið öflugum stoðum undir innviði samfélaga í dreifðum byggðum landsins (byggðastefna), flutningaþjónustu, sem og þjónustu minni fyrirtækja við smærri útgerðir.


Ályktun í heild:


Screen Shot 2014-03-13 at 23.30.53.png
Screen Shot 2014-03-13 at 23.31.10.png

Screen Shot 2014-03-13 at 23.31.24.png
Screen Shot 2014-03-13 at 23.31.37.png
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...