Samningaleið og árlegt gjald fyrir afnotaréttinn - Landssamband smábátaeigenda

Samningaleið og árlegt gjald fyrir afnotaréttinn
Í þættinum á Sprengisandi sl. sunnudag 2. mars ræddi þáttastjórnandinn, Sigurjón M. Egilsson við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Auk landbúnaðarmála voru sjávarútvegsmálin rædd.  


Ráðherra sagði frumvarp vera á leiðinni sem innifæli í sér samningaleiðina.  Árlegt afnotagjald yrði greitt sem tæki að hluta til tillit til afkomu hverrar einustu tegundar fiskjar og hins vegar sérstakt gjald sem taki eingöngu mið af afkomu einstakra fyrirtækja.  Gjaldið fyrir afnotaréttinn yrði þannig eingöngu tengt veiðunum og sérstakur skattur tengdur sjávarútveginum í heild sinni.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...