Tillaga LS - veiðidagar á grásleppu verði 28 - Landssamband smábátaeigenda

Tillaga LS - veiðidagar á grásleppu verði 28
Grásleppunefnd LS fundaði fyrr í dag um fjölda veiðidaga á grásleppuvertíðinni 2014.  Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að æskilegur fjöldi veiðidaga á vertíðinni verði 28.

Landssamband smábátaeigenda hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni bréf varðandi málefnið.


Sjá nánar

3 Athugasemdir

Ég velti fyrir mér hvað varð um samþykktir aðalfundar LS um 50 daga vertíð hefur hún enga þýðingu lengur.
Í bréfinu til ráðherra kemur fram að vísitalan hafi hækkað um 50%, hver er þá tillaga Hafró um veiðidaga á vertíðinni.
Ef vísitalan hefur hækkað um 50% myndi ég áætla að ráðgjöfin gæti verið í kringum 40 daga veiðtímabil.
Grásleppunefnd LS er með þessari ákvörðun að óska eftir fækkun daga umfram það sem ráðgjöfin segir til um og velti ég því þá fyrir mér hverja grásleppunefndin er að vinna fyrir.
Ekki fynnst mér allavega hún vera að vinna fyrir okkur sem erum að stunda grásleppuveiðar og erum búnir að koma okkur á stað og ganga frá sölu á hrognum og öðrum afurðum.

Þakka þér Pétur:

Ég er alveg sammála um að það er ekki í okkar þáu að byðja um 28 daga þegar Hafró mælir með 38 dögum. Enn og aftur er LS að vinna fyrir mjög fámennan hóp manna sem eiga enn tunnur síðan í fyrra og vildu ekki selja á því verði sem var í boði. ÞAÐ GÁTU ALLIR SELT SEM VILDU.Eigum við sem seldum okkar tunnur að gjalda þess að þessir menn komist upp með að fækka dögum svo þeir losni við sitt.Er ekki nóg að þurfa að berjast við Hafro um daga?
Ég er búinn að tala við mjög marga grásleppukarla í dag og eru þeir allir gáttaðir á þessum vinnubrögðum.
Og kvað varðar áligtun hjá KRÓK þá sagði maður þaðan að það ættlaði enginn á grásleppu á því svæði svo það skiptir þá ekki máli hvað dagarnir eru margir.
Ég vill að lokum skora á menn að láta í sér heyra.

Sælir félagar

Já það eru alltaf tll kallar því miður sem eru tilbúnir að veiða blessaða grásleppuna fyrir ekki neitt,þetta er alveg magnað helvíti að tala svo um að þeir sem ekki vilja selja hrognin sín á gúanó virði sé um að kenna með fækkun daga.
Síðast þegar ég vissi áður en hafró kom til sögunar með ráðgjöf í sambandi við veiðar vorum við að ákvarð földa daga með markaðsaðstæður í huga.
Pétur og Þöstur vona að þið sjáið það eins og aðrir
að markaðurinn fyrir hrognin er ekki eins og við viljum hafa þetta.
Stóra vandamálið er hvað það eru margir sem vilja veiða fyrir ekki neitt og vilja þá helst hafa eins marga daga og mögulegt er og viðhalda þannig lægðinni í sölumálum lengur frekar en að reyna koma þessu á rétt ról.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...