Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs - Landssamband smábátaeigenda

Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs
Ársfundur Gildis lífeyrissjóð verður haldinn á Grand Hótel á morgun 30. apríl.  Fundurinn hefst kl 17:00.   

Í ársskýrslu sjóðsins 2013 kemur m.a. fram eftirfarandi:

Raunávöxtun samtryggingadeildar sjóðsins 5,3% (nafnávöxtun 9,1%)
Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris 31. desember 2013, 334 milljarðar
Heildariðgjöld sjóðfélaga 13,7 milljarðar
Lífeyrisgreiðslur 9,9 milljarðar


Auk venjulegra aðalfundarstarfa er á dagskrá fundarins tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins og önnur mál, löglega upp borin. 

Undir liðnum önnur mál verður tekin fyrir tillaga frá Erni Pálssyni framkvæmdastjóra LS sem snýr að ákvæði í samskipta og siðareglum fyrir stjórn og starfsmenn Gildis.   Verði hún samþykkt sem ályktun frá ársfundinum verður fulltrúa Gildis í stjórn Haga falið að bera fram eftirfarandi tillögu á næsta stjórnarfundi fyrirtækisins:

„Stjórn Haga samþykkir að ráðningasamningur við forstjóra fyrirtækisins verði tekinn til endurskoðunar þannig að mánaðarleg laun, hlunnindi og árangurstengdar þóknanir fari ekki umfram 3,0 milljónir.  Jafnframt verði ráðningasamningar annarra stjórnenda fyrirtækisins teknir til endurskoðunar þar sem sambærilegar greiðslur verði innan hóflegra marka.“

Í greinargerð með tillögunni er vitnað í eftirfarandi úr áðurnefndum samskipta og siðareglum:

„Sjóðurinn fjárfestir í samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum sem fylgja lögum og reglum samfélagsins og viðurkenndum viðmiðunum um góða stjórnarhætti og viðskiptasiðferði. Sjóðurinn fjárfestir ekki í fyrirtækjum sem ofbjóða siðferðisvitund almennings með ósanngjarnri framkomu gagnvart starfsfólki s.s. varðandi kjör og stjórnunaraðferðir eða með óhófi í launamálum stjórnenda sem og öðrum rekstrarþáttum. Stjórn tekur afstöðu til slíkra mála sem upp koma og ákveður hvort selja eigi hlut sjóðsins í ljósi þeirra viðbragða sem athugasemdir við óeðlilega starfshætti fá.“
 


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...