Búið að semja á Grænlandi - Landssamband smábátaeigenda

Búið að semja á Grænlandi
Grásleppuveiðar Grænlendinga eru nýhafnar.  Það er um hálfum mánuði síðar en venjulega þar sem ekki tókust samningar um verð.  Sjómenn vildu hækka verðið en kaupendur lækka.  Samningar tókust í gær, lágmarksverð á vertíðinni verður 18 Dkr (Ikr. 375) pr. kg af blautum hrognum.


Inni í samningnum er ákvæði um bónusgreiðslur til sjómanna hækki markaðsverð til útflutnings af söltuðum hrognum umfram 6,50 evru pr. kg.

Þegar verðin eru skoðuð er ljóst að verð til grænlenskra sjómanna er nokkru lægra en það sem hér er greitt, en þegar verð til útflutnings er metið snýst dæmið við og er hærra en hér er í boði.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...