Grásleppuvertíðin 32 dagar - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuvertíðin 32 dagar
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að veiðidagar á grásleppuvertíðinni 2014 verði 32.   

Væntanleg er reglugerð um breytinguna síðar í dag, sem mun taka gildi á miðnætti.


2 Athugasemdir

Til hamingju Örn Pálsson þú hafðir af okkur 6daga

Sælir félagar, ég vil minna ykkur á að staðan í grásleppumálum er
mjög erfið og flókin. Til eru hrogn frá fyrri vertíðum, bæði erlendis og hér heima sem kaupendum er vel kunnugt um og setur okkur
í erfiða stöðu við það að ná verðinu upp.
Vottunarmálin og sú staðreynd að búið er að rauðlista
grásleppuafurðir bæði í Svíþjóð og Þýskalandi eru einnig mikið
vandamál, en verið er að vinna í að fá þessar veiðar vottaðar .
Það eina sem við getum gert til að ná verði hrognanna upp er að minnka sókn og vona að nýjar reglur í Grænlandi verði til þess að veiðarnar þar minnki.
Hver nennir að hjakka endalaust í sama farinu með þessi lágu
verð?
Ómaklegt finnst mér að kenna Erni um þar sem það var ekki
hans ákvörðun að leggja til 28 daga heldur nefndarmanna í
grásleppunefnd LS sem eru búnir eru að funda oft um þessi
mál.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...