Minna veiddist í togararallinu - Landssamband smábátaeigenda

Minna veiddist í togararallinu
Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu um niðurstöður úr Stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum 2014.  Rallið á 30 ára afmæli, en fyrsta rallið var farið 1985.  

Rallið stóð yfir í 25 daga, tímabilið 25. febrúar - 21. mars. Auk rannsóknaskipa stofnunarinnar Árna Friðirikssonar og Bjarna Sæmundssonar tóku togararnir Ljósafell SU og Jón Vídalín VE þátt í rallinu. 

Í rallinu er að mestu leitast við að mæla stofnstærð botnfiska. 

Minna veiddist í rallinu nú af mörgum tegundum en undanfarin tvö ár.  Í fréttatilkynningunni er leitt af því líkum að það geti verið vegna áhrifa annarra þátta en stofnstærðar, án þess að það sé skýrt nánar.   


Þorskur

Stofnvísitala þorsks gefur nú eftir og mældist lægri en undanfarin 2 ár.  Hún er þó enn með hæstu gildum sem mælst hafa, drifin uppi af þorski lengri en 50 cm.  Lækkunina má að einhverju leiti rekja til þess að minna fannst af þorski lengri en 80 cm og slakra árganga 2010 og 2012.
Vísitala þorsk 2014.jpg

Eins og í fyrra skyggir það nokkuð á góða stofnvísitölu að þorskur sem kominn er vel yfir miðjan aldur ber vísitöluna uppi, meðalþyngd 1 - 6 ára þorsk er undir meðaltali. 

Fyrsta mat á 2013 árganginum bendir til að hann sé lítill.   
Ýsa

Enn einn árgangurinn bætist nú við röð lélegra frá 2008.  2013 árgangurinn mældist er sá sjötti í þeirri röð.
Eins og undanfarin ár veiddist ýsan á landgrunninu allt í kringum land og þá aðallega fyrir norðan land.   Á fyrstu 15 árum rallsins var þessu öfugt farið þá fékkst mun meira af ýsu við sunnanvert landið.
Vísitala ýsu.jpg
Met var sett í veiði á 11 ára ýsunni sem eru leyfar úr risa árganginum frá 2003.

Vísitalan í ár er svipuð og hún hefur verið undanfarin ár eða frá 2010.


Steinbítur

Stofnvísitala steinbíts mældist lág fimmta árið í röð, en er þó að þokast upp á við frá því hún mældist lægst 2010.  Magn steinbíts
Vístala steinbítur .jpg
stærri en 70 cm var yfir meðallagi, en lítið fékkst af 25 - 60 cm steinbít.


Hrognkelsi

Vísitalan 2014 hækkaði nokkuð frá fyrra ári og er nú svipuð og árin 2010 og 2012.
Vísitala hrognkelsi.jpg


Sjá nánar:


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...