Aflaviðmiðun til strandveiða verði aukin - Landssamband smábátaeigenda

Aflaviðmiðun til strandveiða verði aukin
Landssamband smábátaeigenda hefur sent sjávarútvegsráðherra bréf þar sem ítrekaðar eru breytingar sem félagið telur nauðsynlegt að gerðar verði á lögum um stjórn fiskveiða.   


Eins og fram hefur komið var hætt við að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem byggði á heildarendurskoðun.  Á fundi LS með atvinnuveganefnd Alþingis 5. maí sl. hefði hins vegar komið fram að áformað væri að leggja til nokkrar breytingar á lögunum umfram þær sem eru í frumvarpi um rækjuhlutdeild sem nefndin hefur til meðferðar.

LS vill að atvinnuveganefnd nýti það tækifæri sem þarna gefst og lögfesti þau atriði sem félagið hefur barist fyrir og afgreiði áður en þingið fer í sumarleyfi.  Meðal þeirra eru að aflaviðmiðun til strandveiða verði hækkuð.  Sanngjarnt er að aukinn heildarafli í þorski skili sér til strandveiða eins og annarra útgerðaflokka. Með breytingunni mundi dögum til veiðanna fjölga sem ekki veitti af í veiðikerfi sem nú væri komin góð reynsla á og gerði það m.a. kleift að hægt væri að sinna ferskfiskmörkuðum yfir sumartímann. 

Aðrar áherslur LS eru eftirfarandi:

  • heimilað verði að skipta á krókaaflamarki í ufsa fyrir aflamark í ýsu

  • veittur verði áframhaldandi frestur vegna hámarkskrókaaflahlutdeildar

  • byggðakvóti yrði nýttur af dagróðrabátum, honum yrði ekki úthlutað til báta, hann yrði í formi ívilnunar sem byggðarlögin mundu ákveða

  • línuívilnun verði fyrir alla dagróðrabáta með því að ákveða 3% á þá báta sem ekki hafa hana í dag.Sjá bréf LS:


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...