Dómsmál - miða skal við heildaraflaverðmæti - Landssamband smábátaeigenda

Dómsmál - miða skal við heildaraflaverðmæti

Að undanförnu hafa Héraðsdómar Austurlands og Reykjaness haft til meðferðar mál sem snúa að kjarasamningi LS og sjómannasamtakanna.  Í báðum tilvikum voru sjómenn stefnendur þar sem þeir töldu útgerðina ekki gera upp laun samkvæmt kjarasamningi.  


Viðkomandi útgerðir reiknuðu laun útfrá 70% af aflaverðmæti, en sjómenn töldu að gera ætti upp miðað við heildaraflaverðmæti.  


Niðurstaða dómstólanna var að gera ætti á grundvelli kjarasamnings LS og sjómannasamtakanna þar sem skiptaprósenta miðast við heildaraflaverðmæti.Eins og kveðið er á um í kjarasamningi LS og sjómannasamtakanna þegar veitt er með netum, grásleppunetum, færum og línu á bátum með beitingavél þar sem fjórir eru í áhöfn er aflahlutur bátsverja 21,6% af heildaraflaverðmæti.  Lögmaður útgerðaraðilans taldi hins vegar að 21,6% væri skiptahlutur úr 70% af aflaverðmæti og vitnaði þar til laga um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun.  


Ennfremur byggði hann vörn sína á að skjólstæðingur hans, útgerðaraðilinn, væri ekki aðili að kjarasamningnum enda ætti hann ekki aðild að þeim samtökum sem staðið hefðu að gerð kjarasamings á viðkomandi starfssviði og starfssvæði.  

Um það atriði segir m.a. í dómi Héraðsdóms Austurlands:  „Í öðru lagi hefur það margoft verið staðferst í dómaframkvæmd að ákvæði 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör og vinnudeilur séu sett til verndar einstökum launþegum til að tryggja þeim lágmarkskjör sem samið sé um í kjarasamningum og að kjarasamningar sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semji um gildi fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því sem samningur taki til.  Á það einnig við í aðstæðum sem þeim sem uppi eru í þessu máli, þar sem stefndi sem vinnuveitandi á ekki aðild að þeim samtökum sem staðið hafa að gerð kjarasamnings á viðkomandi starfssviði og starfssvæði“.  Sjá dómana:


Héraðsdómur A-lands - launamál.pdfHéraðsdómur Reykjaness - launamál.pdf


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...