Sjómannadagurinn 2014 - Landssamband smábátaeigenda

Sjómannadagurinn 2014
Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagur í júní.  Hann var fyrst haldinn hátíðlegur 6. júní 1938 og er 1. júní nk. því sá 77 í samfeldri sögu dagsins.  

Í athugasemdum við frumvarp til laga um sjómannadag sem lagt var fram á Alþingi 1986 segir m.a. þetta:

„Í upphafi sögunnar lagði sjómannastéttin og forustumenn hennar ekki megináherslu á að sjómannadagurinn yrði almennur frídagur sjómanna enda var lífsbaráttan lengst af svo hörð að enga stund mátti missa frá því að afla sér og sínum viðurværis.“

og síðar í kaflanum

„Nú þegar nær hálf öld er liðin síðan sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur sýnist hins vegar tímabært að koma fastri skipan á frí sjómanna þann dag.  Væri það táknræn kveðja Alþingis og þjóðarinnar allrar til sjómannastéttarinnar á þessum tímamótum.  Í frumvarpi þessu er því slegið föstu að sjómannadagurinn skuli vera almennur frídagur sjómanna.“


Frumvarpið var samþykkt samhljóða í Efri deild Alþingis 16. mars 1987.
Að gefnu tilefni skal það áréttað hér að: 

„Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag“.  
(úr 5. gr. laga um sjómannadag)
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...