Við sama heygarðshornið - Landssamband smábátaeigenda

Við sama heygarðshornið
„Samtökin telja að ekki beri að veita afslátt af sérstaka veiðigjaldinu.  Samtökin mótmæla mismuninum sem skattaafslátturinn felur í sér að því leyti að stór hluti útgerða smábáta er skattfrjáls.  Engin ástæða er til að gefa eftir veiðigjaldið á strandveiðibátum sem voru með um 2,5 milljarða í tekjur á árinu 2012 af heildartekjum útgerða smábáta undir 10 brt., en smábátarnir voru með 7,4 milljarða tekjur á árnu 2012 skv. upplýsingum Hagstofunnar.  Veiðigjöldin eiga að ná yfir alla og fráleitt er að auka enn skattfrelsi smábáta með þeim hætti að álagning sem ekki nær 250.000 kr. sé felld niður.“

Framangreind tilvitnun er úr umsögn LÍÚ við frumvarp til laga um breytingar á lögum um veiðigjöld sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.  Tilvitnunin er gott dæmi um það hvað LS er að kljást við þessa dagana til að verja hagsmuni trillukarla og minnstu útgerðir landsins.


Landssamband smábátaeigenda lagði áherslu á í umsögn sinni að efndir fylgdu orðum um að lagfæra bæri frumvarpið þannig að það mundi hlífa minnstu útgerðunum.  Ný útfærsla á sérstöku veiðigjaldi væri ekki lokið og því væri rétt að innheimta aðeins eina tegund veiðigjalds fyrir komandi fiskveiðiár sem tæki mið af úthlutun þorskígilda.  Það yrði útfært þannig að því fleiri þorskígildi sem viðkomandi útgerð fengi úthlutað, því hærra veiðigjald á hvert þorskígildi.  

Þannig mundu útgerðir báta sem hefðu minna en 150 þorskígildistonn greiða 9,00 krónur á hvert ígildi, 
150 að 250 þorskígildistonnum 12,50 kr fyrir ígildi
250 að 500 þorskígildistonnum 15,00 á hvert ígildi  
500 að 750 þorskígildistonnum 17,00 á hvert ígildi
Meira en 750 þorskígildistonn yrði gjaldið 19,00 á hvert ígildiskíló.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...