Grásleppan - styttist í vertíðarlok - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppan - styttist í vertíðarlok
Það styttist í lok grásleppuvertíðarinnar.  Aðeins 30 bátar eru enn að veiðum.  Flestir þeirra eru í innanverðum Breiðafirði þar sem 32 daga veiðitímabilinu lýkur 20. júli.   Þrír bátar eru enn að í Faxaflóa og er síðasti dagur hjá þeim nk. laugardagur.  


Heildarveiðin stendur nú í 6.500 tunnum af hrognum, sem er rúmum tvö þúsund tunnum minna en öll vertíðin í fyrra skilaði.


Alls stunduðu 214 bátar veiðarnar í ár á móti 286 í fyrra.  Grásleppa.png 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...