Strandveiðum á svæði A lýkur 12. júní - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðum á svæði A lýkur 12. júní
Fiskistofa hefur birt auglýsingu um stöðvun strandveiða á svæði A.  Samkvæmt henni er síðasti dagur strandveiða fimmtudagurinn 12. júní.Júní skilar því strandveiðimönnum á svæði A aðeins 7 veiðidögum sem er óbreytt frá maí. 
  


Veiðar á svæðinu hafa gengið vel.  Búið er að veiða 69% af þeim 834 tonnum sem heimilt var að veiða í júní.  Meðalafli í róðri 587 kg sem er fimmtungi meira en á svæði B sem kemur þar næst á eftir.Alls eru 562 bátar byrjaðir á strandveiðum og er 40% þeirra á svæði A. 
Í gær þriðjudaginn 10. júní landaði 191 bátur á svæði A alls 111 tonnum, en að meðaltali hefur aflinn verið 115 tonn á þeim 5 dögum sem búnir eru.Svæði A 2014-06-11 - 11.40.png                                           Strandveiðar - byggðastefna sem virkar
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...