Ufsi fyrir ýsu - Landssamband smábátaeigenda

Ufsi fyrir ýsu
Gefin hefur verið út reglugerð sem heimilar flutning veiðiheimilda úr krókakerfi yfir í aflamarkskerfið.  


Frá og með 10. júní nk. verður heimilt „að flytja aflamark í ufsa frá krókaaflamarksbát til skipa sem hafa veiðileyfi með aflamarki, í jöfnum skiptum í þorskígildum talið fyrir aflamark í ýsu“, eins og segir í reglugerðinni.


Reglugerðin er sett á grundvelli ákvæðis sem Alþingi samþykkti að bætt yrði inn í lög um stjórn fiskveiða.   Með því getur ráðherra heimilað með reglugerð flutning á aflamarki tiltekinna tegunda frá krókaaflamarksbátum til skipa sem hafa veiðileyfi með aflamarki, enda séu skiptin jöfn í þorskígildum talið.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...