Fjölgar á makrílnum - Landssamband smábátaeigenda

Fjölgar á makrílnum

Smábátar er nú óðum að hefja makrílveiðar.  Alls hafa 43 bátar landað makríl það sem af er vertíðinni sem hófst 1. júlí sl.    Veiðisvæðið hefur aðallega verið við Reykjanes og hafa bátarnir nú veitt alls 234 tonn.


Eins og gengur og gerist ganga veiðarnar misjafnlega og er afladreifingin á þá sem byrjaðir eru frá nokkrum kílóum upp í 32 tonn hjá Ólafi HF 200.  Samkvæmt reglugerð um veiðarnar er viðmiðunarafli fyrir júlí 1.300 tonn.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...