Makrílveiðar smábáta verði án takmarkana - Landssamband smábátaeigenda

Makrílveiðar smábáta verði án takmarkana
Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda 16. júlí sl. var mikið rætt um makrílveiðar smábáta og framtíð þeirra.  Stjórn LS var á einu máli um að 6000 tonn sem ætluð eru smábátum á yfirstandandi vertíð muni verða hamlandi á veiðar þeirra.  Stjórnvöld verði því að vera reiðubúin að breyta reglugerð og bæta við áætlaða veiði þannig að ekki komi til stöðvunar á miðri vertíð.   


Í ályktun sem stjórn LS samþykkti er skorað á stjórnvöld að aflétta öllum veiðitakmörkunum af færaveiðum smábáta á makríl.


Í greinargerð með ályktuninni segir m.a.:

„Það getur ekki talist eðlileg túlkun að þeir einir 
fái heimildirnar sem veiða yst í lögsögunni, 
þegar ljóst er að tegundin er nú fyrst að nema
 land á veiðisvæðum smábáta inni á flóum og fjörðum.“   

Eins og segir í ályktuninni.Sjá ályktun í held:   Ályktun stjórnar LS um makrílveiðar.pdf   
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...