Minna flutt út af ferskum þorski - Landssamband smábátaeigenda

Minna flutt út af ferskum þorski
Á fyrstu 5 mánuðum ársins varð 9% samdráttur í sölu á ferskum þorski miðað við sama tímabil 2013.  Samhliða lækkaði meðalverð um 6% miðað við verðmæti hvers árs í krónum.  Heildarútflutningur á ferskum þorski skilaði alls 8,5 milljarði á tímabilinu.

Franski markaðurinn er stærstur, en þangað fór um þriðjungur þess sem flutt var út af ferskum þorski á tímabilinu janúar - maí.  Þeirra hlutur hefur þó minnkað verulega milli ára var 43% í fyrra.  

Samanlagt magn til Belgíu og Bandaríkjanna var jafnt því sem fór til Frakklands, en þær þjóðir koma næstar á eftir Bretum í kaupum á ferskum þorski.

Áhugavert er að sjá hve aukning til Bandaríkjanna hefur verið mikil milli ára, voru með 8,3% hlutdeild í fyrra en eru nú komnir í 14,4%.   Þá virðist markaðsstarf í Sviss, Kanada, Írlandi og Lúxemborg hafa gengið með miklum ágætum.   Heildarhlutur þessara þjóða fór úr 4% í 11% sem svarar til 125% aukningar í magni.Verð á ferskri ýsu óbreytt

Svo virðist vera að Frakkar séu ekki lengur samkeppnishæfir með verð á ferskri ýsu.  Útflutningur þangað á fyrstu fimm mánuðum ársins er aðeins helmingur þess sem hann var í fyrra.  Í stað þeirra hefur aukning orðið á útflutningi til Belgíu, Kanada og Sviss.  Þegar skoðuð eru verð á þessum mörkuðum er líkleg skýring á samdrættinum sú að tilboð Frakkka eru ekki samkeppnishæf við aðrar þjóðir.

Á tímabilinu janúar - maí nam útflutningur ferskrar ýsu alls 2,2 milljörðum sem er 7% lægra en í fyrra, meðalverð hefur ekki breyst milli ára.
Unnið upp út tölum frá Hagstofu Íslands

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...