Stjórnvöld fari ekki offari - Landssamband smábátaeigenda

Stjórnvöld fari ekki offari

Fyrirhugaður flutningur Fiskistofu hefur mikið verið ræddur.  Svo var einnig á fundi stjórnar LS þann 16. og 17. júlí sl.  Ekki var tekin afstaða um flutninginn út af fyrir sig.  Aftur á móti var einhugur um að minna stjórnvöld á að vanda yfirlýsingar er varða svo viðkvæm mál.  


Í ályktun sem samþykkt var um flutning opinberra stofnana er skorað á stjórnvöld að fara ekki offari í yfirlýsingum er varða lífsafkomu starfsfólks.  Minnt er á að enn eru viðkvæmir tímar og starfsöryggi því öllum mikilvægt.  

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...