Brynja SH heldur toppsætinu - Landssamband smábátaeigenda

Brynja SH heldur toppsætinu
Góður gangur er í makrílveiðum smábáta um þessar mundir.  Alls eru 13 bátar komnir með yfir 100 tonna afla.  Aflahæst er sem áður fyrr Brynja SH með 167,3 tonn.  Dögg SU fylgir fast á eftir með 167,1 tonn.
Þegar aflatölur voru teknar var alls búið að veiða 5.113 tonn.  Að sögn Heiðars Magnússonar skipstjóra á Brynju SH virðist vera mikið af makríl um allan sjó.  Hann væri hins vegar brellinn og lætur menn hafa fyrir því að veiða sig.  
Aðspurður um verð á makrílnum sagði Heiðar það vera aðeins að mjakast upp á við, en ætti þó langt í að ná 125 kr/kg eins og það var á þessum tíma í fyrra.  

Brynja SH.jpg

Brynja SH 237


Mikill hluti flotans er nú við Snæfellsnes, en auk báta þar hefur veiði einnig verið nokkuð góð í Keflavík.  


Viðmælendi LS á miðunum út af Rifi sagði makríllinn stríðinn í meira lagi.  Hann gerir mikinn „bátamun“ þegar hann tekur ákvörðun að komast um borð.  Makríllinn mokast inn hjá einum á sama tíma og hann lítur ekki við hjá öðrum sem er fast upp við.   Sannarlega óútreiknanleg skepna.

Útaf Hellissandi eru tugir makrílbáta nánast í einum hnapp.  Þeir sem verða varir fá því lítinn frið sem gerir veiðarnar enn erfiðari.  En svona er þetta nú bara og lítið hægt að segja við því, sagði viðmælandi LS. 

Screen Shot 2014-08-27 at 17.56.27.png
Makríll við Hellissand kl 15:00

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...