Góðu strandveiðitímabili lokið - Landssamband smábátaeigenda

Góðu strandveiðitímabili lokið
Strandveiðum 2014 lauk sl. fimmtudag 28. ágúst.  Veiðarnar nú voru þær sjöttu í röðinni.  Það er samdóma álit viðmælenda LS að veiðarnar í ár hafi heppnast vel.  Þorskafli hafi aldrei verið meiri og verð vel viðunandi.


Alls veiddu strandveiðibátar nú 8.694 tonn sem fékkst I 16.039 róðrum.  Meðaltal í róðri var því 542 kg.  Mestur hluti aflans var þorskur 7.744 tonn eða 483 kg að meðaltali í róðri.  Það er 11% meira en í fyrra og sá hæsti í sögu strandveiðanna.  


Fjöldi báta á strandveiðum í ár var 649 sem er fækkun um 26 milli ára.  Flestir voru á strandveiðum 2012, en það ár stunduðu 759 bátar veiðarnar.  

Screen Shot 2014-08-30 at 09.10.59.png


Mikill hugur er í strandveiðimönnum um að þróa strandveiðikerfið áfram.  Stjórnvöld afnemi heildaraflaviðmiðun þannig að ekki komi til stöðvunar veiða á tímabilinu maí - ágúst.  Verði það samþykkt yrðu veiðidagar jafnmargir á hverju svæði 64 miðað við strandveiðar í ár.  Aðrar takmarkandi reglur yrðu óbreyttar.

Á nýliðnu tímabili var fjöldi veiðidaga á svæðum fjórum á bilinu 29 til 64 eða allt eftir því hversu lengi var að veiða upp í aflaviðmiðun hvers mánaðar. 

Svæði A 29
Svæði B 45
Svæði C 55
Svæði D   64, en þar kom ekki til neinnar stöðvunar veiða.

Screen Shot 2014-08-30 at 09.11.32.png
Screen Shot 2014-08-30 at 09.09.58.png
Talnaupplýsingar unnar upp úr vef Fiskistofu og reglugerðum


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...