Línuívilnun í þorski uppurin - Landssamband smábátaeigenda

Línuívilnun í þorski uppurin
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fh. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð þar sem tilkynnt er að frá og með 21. ágúst er felld niður línuívilnun í þorski.


Alls hafa 199 bátar nýtt sér línuívilnun á yfirstandandi fiskveiðiári sem er nánast sami fjöldi og í fyrra þegar bátarnir voru 202.   Til línuívilnunar í þorski eru ætluð 3.375 tonn.


Nægar heimildir eru hins vegar eftir í ýsu og steinbít til loka fiskveiðiársins.  549 tonn í ýsu af 2.100 tonnum og 393 tonn í steinbít af 900 tonnum.
Georg.jpg

Georg Arnarsson Vestmannaeyjum að beita

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...