Month: September 2014
-
Sigurður Hjartarson nýr formaður Eldingar
Elding – félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum – hélt aðalfund sinn á Ísafirði 21. september sl. Fundurinn var afar vel sóttur og baráttuandi ríkjandi. Í setningarræðu formanns – Sigurðar Kjartans Hálfdánssonar – kom fram að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu. Nýr formaður Eldingar var kosinn Sigurður Hjartarson Bolungarvík og…
-
Heildarafli smábáta rúm 88 þús. tonn
Smábátar settu enn eitt aflametið með veiðum sínum á síðasta fiskveiðiári. Heildarafli þeirra endaði í 88.260 tonnum. Aldrei í sögu smábátaútgerðarinnar hefur aflinn verið meiri. Þorskur var 60% aflans eða 53.066 tonn. Af ýsu veiddu þeir 12.321 tonn, steinbít 3.620 tonn og ufsa 2.571 tonn. Þessar fjórar tegundir báru því uppi 81% heildaraflans. …
-
Um „hentistefnu LS
Ráðherrann og makrílveiðar smábáta Um „hentistefnu LS er yfirskrift greinar eftir Halldór Ármannsson sem birtist í Fiskifréttum 25. september sl. Það sem hæst ber á góma þessa dagana er að sjálfsögðu makríll og veiðar smábáta á honum. Ráðherra sjávarútvegsmála ákvað að stöðva smábátaveiðar á makríl þó að útgefin heildarafli í september hefði ekki verið veiddur.…
-
Fjölmenni hjá LS
Íslenska sjávarútvegssýningin stendur nú yfir. Góður rómur var gerður af þátttöku Landssambandsins á sýningunni. Fullt var á sýningarbás félagsins nánast allan daginn. LS bauð gestum að smakka krókaveiddan makríl frá Ómari á Höfn. Skemmst er frá því að segja að hann þótti algjört lostæti og þá ekki síður fyrir þá sem lýstu sig matvonda, að…
-
LS á Íslensku sjávarútvegssýningunni
Landssamband smábátaeigenda verður með sýningarsvæði á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin verður í Smáranum í Kópavogi 25. – 27. september. Þetta er fjórða skipti sem Landssambandið tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni. Sýningarbás LS er í aðal salnum nr. P39. Landssamband smábátaeigenda býður smábátaeigendur og aðra sýningargesti velkomna að líta við á bás sinn, P39, til…
-
Ráðstefna um smábátaveiðar í N-Atlantshafi
Í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna verður haldin alþjóðleg ráðstefna um stöðu sjávarbyggða, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf. Ráðstefnan fer fram í Smáranum (fundarsalur á eftir hæð) og verður nk. laugardag 27. september kl 10:15 – 14:00. Ráðstefna er öllum opin og aðgangur er gjaldfrjáls. Nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda póst…
-
Neyðarkall frá Ströndum
Á aðalfundi Stranda sem haldinn var í dag 21. september, átti sér stað þung umræða um þá erfiðu stöðu sem upp er komin í línuveiðum á grunnslóð sem rekja má til ákvörðunar stjórnvalda að lækka veiðiheimildir í ýsu um 20%. Við línuveiðar á þorski er ekki hægt að forðast ýsu sem meðafla. Þar sem aflaheimildir…
-
Friðþjófur – nýr formaður KRÓKS
Það bar til tíðinda á aðalfundi Strandveiðifélagsins KRÓKS að formaður félagsins til margra ára, Tryggvi Ársælsson Tálknafirði, tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér áfram sem formaður félagsins. Friðþjófur Jóhannsson Litlu Hlíð Barðaströnd var kjörinn formaður Strandveiðifélagsins KRÓKS á aðalfundi félagsins í dag 20. september. Ásamt Friðþjófi skipa stjórn KRÓKS Davíð Bredesen og Hafþór…
-
Ýsuhlutdeild krókaflamarksbáta verði aukin
Aðalfundur Kletts var haldinn á Akureyri í gær 18. september. Fundurinn var ágætlega sóttur og ríkti góð stemning meðal fundarmanna. Meðal fjölmargra mála sem rædd voru og ályktað um var ákvörðun ráðherra að fara í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla á yfirstandandi fiskveiðiári. Fundurinn var á einu máli um að við endurskoðun…
-
Fontur – krafa um breytingar á skipaskoðun
Félagar í Fonti fjölmenntu á aðalfund félagsins sem haldinn var á Þórshöfn í gær 17. september. Fundurinn var hinn ágætasti, félagsmenn með mörg mál sem fengu góða umræðu. Félagssvæði Fonts spannar yfir mjög gjöful grásleppumið og hafa margir félagsmenn meginhluta tekna sinna af grásleppuveiðum. Bjartsýni ríkti meðal fundarmanna um að tími verðlækkunar og minni eftirspurnar…
