Breyting á vigtun makríls - Landssamband smábátaeigenda

Breyting á vigtun makríls
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gert breytingu á reglugerð um stjórn markrílveiða (376/2014).

Breytingin varðar vigtun á færaveiddum makríl.  Samkvæmt henni skal allur markríll veiddur á línu og handfæri endurvigtaður.  


Með breytingunni er komið til móts við óskir Landssambands smábátaeigenda sem komu fram í bréfi félagsins til ráðuneytisins dags. 11. ágúst 2014.  Þar er vikið að ábendingum sjómanna um að skráður afli hjá Fiskistofu sé nokkru hærri en það sem veitt er.  Ástæður þess eru að ísprósentan sé um 17% en ekki 3% eins og gert er ráð fyrir við endanlega vigtun.


Breytingin kemur í veg fyrir að hægt verði að ljúka vigtun á 3%, þar sem eftirleiðis verður skilt að endurvigta aflann og mun sú vigtun gilda.

Bréf LS:   Makríll - vigtun.pdf

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...