Fontur - krafa um breytingar á skipaskoðun - Landssamband smábátaeigenda

Fontur - krafa um breytingar á skipaskoðun
Félagar í Fonti fjölmenntu á aðalfund félagsins sem haldinn var á Þórshöfn í gær 17. september.  Fundurinn var hinn ágætasti, félagsmenn með mörg mál sem fengu góða umræðu.


Félagssvæði Fonts spannar yfir mjög gjöful grásleppumið og hafa margir félagsmenn meginhluta tekna sinna af grásleppuveiðum.  Bjartsýni ríkti meðal fundarmanna um að tími verðlækkunar og minni eftirspurnar sé liðinn og 2015 árið geti orðið gott ár í grásleppunni.  Fréttir hafa borist af auknum áhuga á hrognunum sem er yfirleitt undanfari verðhækkunar.

Í lok umræðna um grásleppuna voru þrjár tillögur samþykktar sem taka til þessa málaflokks.  


IMG_0862 - Version 2.jpg

Strandveiðar voru ræddar í þaula og ríkti mikil eindrægni um gríðarlegt mikilvægi þeirra bæði fyrir sjómenn og hinar dreifðu byggðir.  Tillaga var samþykkt þar sem gerð er krafa um óbreytt kerfi en heimilt yrði að róa 4 daga í viku hverri mánudaga - fimmtudaga (62 daga) á tímabilinu maí - ágúst.  
Strandveiðar - gríðarlega kröftug og góð byggðastefna.


Á fundinum voru heitar umræður um breytingar sem gerðar voru á lögum um stjórn fiskveiða sl. vor að tillögu meirihlutar Atvinnuveganefndar Alþingis.  

Sama var uppi á teningunum þegar veiðigjöld voru rædd.  Breytingar hefðu leitt til þess að minnsta hlutfallslega lækkunin hefði orðið hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, þvert á það sem stjórnvöld hefðu haldið fram.

IMG_0857 - Version 2.jpg

Þá ræddi fundurinn um skoðun báta og var sammála um að óþarft væri að skoða á hverju ári, undanskilinn væri þó björgunarbáturinn.


Stjórn Fonts var endurkjörinn með rússneskri kosningu

Formaður er Oddur Vilhelm Jóhannsson Vopnafirði og með honum í stjórn eru:
Ragnar Jóhannsson Raufarhöfn
Einar Sigurðsson Raufarhöfn
Jóna Fríða Kristjánsdóttir Vopnafirði
Halldór Stefánsson Þórshöfn 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...