Friðþjófur - nýr formaður KRÓKS - Landssamband smábátaeigenda

Friðþjófur - nýr formaður KRÓKS
Það bar til tíðinda á aðalfundi Strandveiðifélagsins KRÓKS að formaður félagsins til margra ára, Tryggvi Ársælsson Tálknafirði, tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér áfram sem formaður félagsins.


Friðþjófur Jóhannsson Litlu Hlíð Barðaströnd var kjörinn formaður Strandveiðifélagsins KRÓKS á aðalfundi félagsins í dag 20. september.
Ásamt Friðþjófi skipa stjórn KRÓKS Davíð Bredesen og Hafþór Jónsson.


KRÓKUR.jpg

Aðalfundur KRÓKS var afarvel sóttur, en hann var haldinn á Hópinu í Tálknafirði.  Fundurinn var einstaklega líflegur og skoðanaskipti mikil milli fundarmanna.  Það vakti því nokkra athygli að tillögur sem formaður hafði sett fram fyrir fundinn voru allar samþykktar án breytinga.   Sýnir vel hversu góð eindrægni ríkir meðal félagsmanna í KRÓKI.


Á fundinum voru neðangreindar ályktanir samþykktar, sem fundurinn vísar til aðalfundar Landssambands smábátaeigenda.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...