30. aðalfundur LS 16. og 17. október 2014 - Landssamband smábátaeigenda

30. aðalfundur LS 16. og 17. október 2014
Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda sá 30. í röðinni, verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík 16. og 17. október nk.  Dagskrá fundarins er með hefðbundnu sniði að því undanskildu að nú byrjar fundurinn kl 13:00 á fimmtudeginum.Svæðisfélögin hafa hvert af öðru haldið aðalfundi á undanförnum vikum og kjörið sína fulltrúa ásamt því að samþykkja ályktanir sem teknar verða fyrir á aðalfundi LS.


Eins og undanfarin ár verður hægt að fylgjast með öllu því sem tengist fundinum hér vinstra megin á síðunni undir kassanum „Aðalfundur 2014“, sem virkt innan skamms.


Mikill áhugi er fyrir aðalfundi LS og vitað er að félagsmenn munu fjölmenna til fundarins og nýta sér þann rétt sem þeir hafa á að sitja fundinn og taka þátt í nefndarstörfum og umræðum við afgreiðslu ályktana.


Atkvæðisrétt á fundinum hafa hins vegar 36 kjörnir fulltrúar hinna 15 svæðisfélaga LS, ásamt stjórn LS og framkvæmdastjóra. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...