42 ályktanir samþykktar - Landssamband smábátaeigenda

42 ályktanir samþykktar
Það verður ekki sagt um aðalfundi Landssambands smábátaeigenda að þeir skili ekki af sér miklu verki.  30. aðalfundur var þar engin undantekning.  Alls 42 ályktanir samþykktar.

aðalf fánar.jpg

Fundurinn var afarvel sóttur og mikill hugur í mönnum.  Alls var á annað hundrað manns í salnum við fundarsetningu og í nefndum var fjölmenni.  


Umgjörð fundarins var eins og best verður á kosið, fánar LS blökktu við Grand Hótel.  Veggspjöld með áhersluatriðum félagsins í anddyri.  Þá var fundurinn blaðalaus er frá er skilinn ársreikningur LS 2013 sem var prentaður.  Það er í þriðja sinn sem möppum og öllu því tilstandi sem því 
aðalf veggspjöld.jpg
fylgir var sleppt.  Fundarmenn eru sammála um að þetta fyrirkomulag ætti að vera alls staðar.  Aldrei að þurfa að leita að ályktunum, þær eru á tjaldinu og breytingartillögur settar jafnóðum inn.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...